top of page
Home: Welcome
espressosett-21.jpg

Heimaþjálfun: Hreyfum okkur saman, hvar og hvenær sem er

Viltu fá pilates kennslu heima í stofu? Vertu með og þú munt finna mun líkamlega og andlega. Allar æfingar eru byggðar á Pilates æfingakerfinu, með bland af barre, jóga og styrktar æfingum. Við munum vinna á djúpvöðvakerfi líkamans og styrkja okkur innan frá og út á við. 

ā€‹

Hver æfing er aðeins hálftími eða styttri og hentar öllum!

Með aðild fylgir ótakmarkaður aðgangur að öllum æfingum, vikuplan, meðgönguþjálfun og eftir fæðingu, fræðslu og fleira. Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er. 

ā€‹Mánaðarleg áskrift

5.900 kr 

/ á mánuði

*Ótímabundin áskrift

ā€‹Árskort

3.490 kr

/ mánuðurinn

*greitt í stakri greiðslu 41.880 árlega

gully-6.jpg

Gullý er lærður Pilates og Barre kennari. Hún hefur æft dans frá unga aldri og alltaf fundið gleðina í að hreyfa sig fyrir heilsuna og vellíðan í eigin líkama. Frá því að Be Fit byrjaði í janúar 2021 hefur Gullý þjálfað hundruðir kvenna með frábærum umsögnum. Gullý er einnig þjálfari hjá Hreyfingu Heilsulind.

ā€‹

ā€‹

Hóptímar

Ekki missa af næsta námskeiði!

Næstu námskeið: Fit Pilates & Barre Burn

                           

Hefst: 8 apríl 

ā€‹

Lengd: 6 vikur

ā€‹

Staður: Nuna Collective Studio 

ā€‹

Tími: ā€‹Hópur 1

        Mán & Mið 18:15 - 19:05

        Hópur 2

        Mán & Mið 19:20 - 20:10

ā€‹

ā€‹

ā€‹

ā€‹

_edited.jpg

Viltu vera með á næsta námskeiði?

Með skráningu á póstlista færð þú sendan tölvupóst um leið og opnað er fyrir skráningu á næstu námskeið. 

SkrĆ”ning tĆ³kst!

HeimaĆ¾jĆ”lfun
Hvað er pilates?

Pilates er þekkt fyrir að styrkja djúpvöðvakerfi líkamans, innan frá og út. Mikið er lagt upp úr því að styrkja "Core" vöðvana sem eru magavöðvar, bakvöðvar, grindarbotnsvöðvar og rassvöðvar. Pilates gengur út á að auka líkamsvitund og þannig líkamsstöðu. Við náum að styrkja bak og axlir sem getur dregið úr algengum fylgikvillum eins og vöðvabólgum og verkjum í mjóbaki. Náum að tóna og móta líkamann okkur og beita okkur rétt. Markvisst unnið að því að lengja þá vöðva sem eru gjarnan stuttir og stífir og svo að styrkja vöðva sem eru gjarnan langir og latir. 

Æfingar fyrir nýbakaðar og verðandi mæður

Það eru fjölmargar ástæður fyrir mikilvægi þess að hreyfa sig á meðgöngu og eftir fæðingu barns. Listinn yfir það jákvæða er óteljandi fyrir bæði andlega, líkamlega og tilfinningalega heilsu kvenna. Það að æfa getur jafnvel komið í veg fyrir eða dregið úr mörgum fylgikvillum tengdum meðgöngu og flýtt fyrir bataferli eftir fæðingu. Sérstök áhersla lögð á grindarbotnsæfingar og það að virkja grindarbotninn rétt samhliða „core“ vöðvum. Be Baby Fit pilates er hannað til að vera öruggt, áhrifaríkt og skemmtilegt fyrir allar mömmur og verðandi-mömmur. Allar Be baby fit æfingar eru innifaldnar með aðild að heimasíðu Be Fit. 

Taktu þjálfarann með, hvert sem er

Be Fit Pilates æfingarnar eru hannaðar til að styrkja allan líkamann, bæta líkamsstöðu, auka liðleika, tóna og móta vöðvana sem og auka heilsu og hvatningu til hreyfingar! Þjálfunin er On-Demand, sem þýðir að hún sé aðgengileg hvar og hvenær sem er. Þú getur horft á æfingamyndböndin í tölvu, spjaldtölvu eða símanum. 

Umsagnir frá konum í heimaþjálfun

"Ég elska hvað æfingarnar eru fjölbreyttar og það er algjör snilld að geta tekið æfingu hvar og hvenær sem er. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði við allar mínar ófrísku vinkonur!"

"Ég byrjaði að æfa hjá Gullý 4 mánuðum eftir að ég átti son minn. Eftir fæðinguna var ég með slappan grindarbotn og var að glíma við allskonar misskemmtileg vandamál tengd  því, eins og t.d þvagleka. Ég var sjálf búin að gera grindarbotnsæfingar sem báru engan árangur. Eftir aðeins 2 vikur í Be Baby Fit að þá fann ég ótrúlegan mun! Og þvaglekinn nánast úr sögunni. Ég mæli eindregið með Baby Fit fyrir allar nýbakaðar mæður, þetta eru skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og Gullý er snillingur í að peppa mann áfram!"

"Elska þessa tíma! Aðeins 30 mín en tímarnir eru að skila mér jafn miklu og 60 mín tímar hafa gert. Ég finn strax mun á líkamanum, er liðugari og ber mig almennt betur! Gæti ekki mælt meira með be fit með Gullý! 10/10"

"Ég er ekkert smá ánægð með þessar æfingar í Be Baby Fit! Ég var mjög óörugg með hvaða æfingar mætti gera á meðgöngu en mér finnst Gullý fara ótrúlega vel yfir allar æfingarnar og það er augljóst hvað hún hefur mikla þekkingu á hvað þarf að passa upp á á meðgöngunni og líka eftir hana! Mjög dýrmætt að vera í öruggum höndum!"

"Orkan mín yfir daginn eftir æfingu er mun betri. Ég sé mun á öxlunum á mér, hvernig ég stend dags daglega og er tónaðari. Áherslur hjá Gullý eru vellíðan, lenging líkamans og styrk en ekki það að grennast eða missa kíló sem ég elska."

"Ég er búin að elska tímana þína! Í fyrsta skipti í svo langan tíma sem ég finn æfingar sem ég gefst ekki upp á. Ég á að baki 2 meðgöngur með stuttu millibili, og er í mjög lélegu formi en finn styrkinn koma til baka með hverjum tímanum. Æfingarnar eru svo fullkomlega raunhæfar fyrir manneskju eins og mig sem er á núllpunkti, og ekki skemmir fyrir að ég upplifi tímann sem "me time", hreinsa líkama og sál. Takk fyrir mig!"

bottom of page