Þjálfarinn
Hæ! Ég heiti Guðlaug Ýr og er stofnandi Be Fit Pilates.
Ég fór í Pilates kennaranám árið 2019 ásamt því að fara í gegnum Barre Teacher Training hjá einu virtasta Barre stúdíói í London. Eftir að hafa kynnst Pilates fyrir 8 árum síðan hef ég ekki geta snúið aftur í "venjulegar" styrktaræfingar í ræktinni. Eftir aðeins 2-3 vikur af reglulegum Pilates æfingum fór ég að taka eftir miklum mun á líkamsstöðu minni í daglegu lífi og að veita því mikla athygli hvernig ég var að beita mér frá degi til dags og þvílíkur munur á lífsgæðum. Pilates er mjúkt og þægilegt æfingakerfi sem hjálpar þér að styrkja, tóna og móta líkamann. Að finna æfingakerfi sem að þér þykir skemmtilegt og lætur þér líða vel er lykillinn að því að gera hreyfingu að lífstíl en ekki bara öðru átaki. Í Pilates er lögð er áhersla á að gera æfingarnar rétt en ekki af sem mestum hraða, krafti eða þyngd. Mér þykir skemmtilegt að bæta góðum styrktaræfingum fyrir ákveðna vöðvahópa inn í hefðbundið Pilates sem og Ballett Barre æfingum. Eina sem þú þarft fyrir æfingarnar mínar er gólfpláss og dýna. Gott er að eiga létt lóð og teygjur.
Be Baby Fit eru öruggar, skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar fyrir allar konur á meðgöngu og svo eftir fæðingu. Þegar ég var ólétt af stelpunni minni fannst mér erfitt að finna góðar æfingar sem að hentuðu mér og leitaði nánast vonlaust á netinu hvað mætti eða mætti ekki gera. Málið vandaðist svo enn frekar eftir að ég átti stelpuna mína því þá fannst mér ég hvorki hafa tíma né orku til þess að fara á æfingu eða í ræktina. Ég er lærður Pre- and Postnatal Exercise Specialist frá HFE í London og hef hannað Be Baby Fit fyrir allar verðandi og nýbakaðar mömmur þarna úti! Æfingarnar eru 30 mín í senn, nógu stuttar til að klára á meðan barnið sefur og jafnvel ná einum kaffibolla eftir á!
Be Fit Pilates er fullkomið fyrir þá sem vilja læra grunn í Pilates og auka styrk og liðleika. Fylgdu mér á instagram @gullypilatesbarre fyrir stutt myndbönd og daglega hvatningu!
Þú getur skráð þig strax í dag og tekið skref í átt að heilbrigðari, hamingjusamari útgáfu af þér!