top of page

Apríl

Loksins loksins, nú hefur birt svo mikið til! Dagarnir miklu lengri og orkan þín vonandi að aukast samhliða. Apríl er yndislegur mánuður til að hreyfa sig fyrir vellíðan, taka mjúkar æfingar yfir páskana. Ekki fá samviskubit yfir neinu sem þú lætur ofaní þig.. það má alveg borða páskaegg og góðan mat og vera góður í Pilates á sama tíma. Í hverri viku eru 3 æfingar og 1 mini æfing (5-15min). 

ā€‹

Tilbúin? Byrjum!

ā€‹

ā€‹

espressosett-10.jpg

Markmið 

ā€‹

S - Skýr

M - Mælanleg 

A - Aðlaðandi 

R - Raunhæf 

ā€‹T - Tími 

ā€‹

Settu þér skýr markmið sem auðveldlega er hægt að mæla. Markmiðin þín verða líka að vera aðlaðandi fyrir þig, eitthvað sem þig virkilega langar að eltast við því þetta á að vera skemmtilegt. Við ætlumst oft of mikils af okkur sjálfum og þá skiptir máli að vera raunhæf, hef ég í alvörunni tíma í að elda 4x í viku og taka 3x æfingar? Einnig er gott að ákveða tímalengd, sama hvort það er hvenær á markmiðinu að vera náð eða í hversu langan tíma þú ætlar sinna markmiðinu. 

 

Hugmyndir að markmiðum tengd hreyfingu fyrir allan mánuðinn. Athugaðu að sum markmið þarf að aðlaga að aðstæðum sem geta komið upp. Lífið er ekki bein braut og stundum þarf að taka óvæntar beygjur. Við refsum okkur ekki fyrir það heldur höldum ótrauð áfram. 

ā€‹

Setjum okkur SMART markmið fyrir þjálfun 

ā€‹

1. Hversu oft ætlar þú að æfa í viku?

2. Hvenær ætlar þú að æfa?

3. Hvar ætlar þú að æfa? 

ā€‹

ā€‹Markmiðið mega líka vera kósy eins og t.d. Ég ætla að gera eitthvað fyrir sjálfa mig öll sunnudagskvöld.

ā€‹

ā€‹

ā€‹

bottom of page