top of page

Spurt & Svarað

Allir sem skrá sig í þjálfun samþykkja skilmála þjálfunarinnar. Hægt er að lesa skilmála hér

Hvað kostar þjálfunin?

5.900 á mánuði í áskrift 

3.490 á mánuði fyrir árskort

*árskort er greitt í einni greiðslu 41.880 árlega

Hvernig virkar þetta?

Fyrir konur á öllum aldri. Fjölbreytt og skemmtileg þjálfun. Vikulegt plan með 3-4 æfingum birt alla sunnudaga. On-demand þjálfun þannig þú æfir þegar þér hentar, hvar og hvenær sem er. Þjálfun fer fram á heimasíðu.

Hvernig segi ég upp áskrift?

Hægt er að segja upp áskrift undir 'aðgangurinn minn' þegar viðkomandi er skráður inn á heimasíðuna. Einnig er hægt að senda tölvupóst á askrift@befitpilates.co.uk þá þarf að fylgja með kennitala og nafn viðkomandi. 

Hvernig greiði ég fyrir þjálfun?

Aðeins er í boði að fá reikning sendan í heimabanka. Unnið er að uppsetningu við kort.

Hvað þarf að eiga?

Dýnu, stól og 2 létt lóð (1,5 - 2,5 kg) 

Fyrir konur á meðgöngu/eftir fæðingu

Aðgangur að yfir 50 öruggum, skemmtilegum og krefjandi æfingum sem henta konum á meðgöngu og eftir fæðingu. On-demand þjálfun þannig þú æfir þegar þér hentar, hvar og hvenær sem er. Öll þjálfun fer fram á heimasíðu. 

Fylgir öllum skráningum! 

Ég er ekki í neinu formi, er þetta fyrir mig?

Já! Allar æfingarnar eru skalanlegar og það geta allir verið með ef einfaldari útgáfa er valin. Við hvetjum þig til að fara á þínum hraða og æfa eftir þinni bestu getu.

Reikningurinn minn er fallinn á eindaga en ég ætlaði að hætta í þjálfun?

Samkvæmt áskriftarskilmálum tekur uppsögn gildi að mánuði liðnum sé reikningur fallinn á eindaga. Ef reikningur er fallinn á eindaga skal greiða kröfuna. 

bottom of page