SKILMÁLAR

Be Fit Pilates er rekið af Guðlaugu Ýri Þórsdóttur þjálfara (160792-2569)

Með því að eiga viðskipti við Be Fit Pilates/Guðlaugu Ýri lýsi ég því yfir að mér er óhætt að stunda hefðbundna líkamsrækt og ég veit ekki af neinum heilsufarskvillum sem gera það hættulegt fyrir mig að stunda líkamsrækt. Ég veit og skil að það að stunda hverskonar líkamsrækt getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum og það á einnig við um þjónustu Be Fit Pilates.

 

Ég iðka líkamsrækt á eigin ábyrgð og mun ekki halda því fram að Be Fit eða Guðlaug Ýr Þórsdóttir beri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að leiða af líkamsrækt minni.

 

Æfingar skulu ekki sýndar á opinberum stöðum og ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

18 ára aldurstakmark er fyrir skráningu á námskeið. 

Æfingarnar eru ekki aðsniðnar fyrir fólk sem þjáist af ákveðnum meiðslum, sjúkdómum eða öðrum verkjum. Æfingarnar eru ekki hugsaðar fyrir eldra fólk. 

Ef af einhverjum ástæðum þurfi að breyta skipulagi á LIVE tímum fyrir ákveðna viku kemur inn upptaka í staðinn, samdægurs eða seinna. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu vegna ófyrirsjáanlegum töfum á tíma. 

Kaupandi gerir sér grein fyrir að hann eignast ekki æfingarnar heldur hefur aðeins aðgang að þeim á meðan hann er skráður og hefur greitt fyrir aðgang. 

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga kúnna. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt þriðja aðila.

Verð og tímabil 

Verð á mánuði fyrir áskrift af þjálfun er 5.900. Kort verður gjaldfært sjálfkrafa mánaðarlega uns áskrift er sagt upp. 

Binditími áskriftar 

Engin binditími. Hægt er stöðva áskrift hvenær sem er. 

Ljúka áskrift 

Til að stöðva áskrift skal senda tölvupóst á netfangið gudlaugyrth@gmail.com og biðja um stöðvun á áskrift. Áskrift er þá stöðvuð um hæl. 

Greiðslur 

Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að gjaldfæra kortið þitt færð hefur þú aðgang að æfingum Be Fit út tímabilið, 4 vikur frá gjaldfærslu korts. Eftir þann tíma telst áskrift vera lokið. Kortið verður ekki rukkað ef áskrift er hætt áður en gjaldfærsla á sér stað.

Endurgreiðsla 

Ekki er hægt að fá endurgreitt ef viðkomandi hefur ætlað sér að segja upp áskrift en hefur gleymt að senda póst varðandi uppsögn og búið er að gjaldfæra kort.

Ef kort hefur verið gjaldfært en viðkomandi hefur sent póst um uppsögn á áskrift skal færslan endurgreidd að fullu. 

Skilmálar vegna áskriftarþjónustu