Almennir viðskiptaskilmálar

Be Fit Pilates er rekið af Guðlaugu Ýri Þórsdóttur þjálfara (160792-2569)

Með því að eiga viðskipti við Be Fit Pilates/Guðlaugu Ýri lýsi ég því yfir að mér er óhætt að stunda hefðbundna líkamsrækt og ég veit ekki af neinum heilsufarskvillum sem gera það hættulegt fyrir mig að stunda líkamsrækt. Ég veit og skil að það að stunda hverskonar líkamsrækt getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum og það á einnig við um þjónustu Be Fit Pilates.

 

Ég iðka líkamsrækt á eigin ábyrgð og mun ekki halda því fram að Be Fit eða Guðlaug Ýr Þórsdóttir beri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að leiða af líkamsrækt minni.

 

Æfingar skulu ekki sýndar á opinberum stöðum og ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

18 ára aldurstakmark er fyrir skráningu á námskeið. 

Æfingarnar eru ekki aðsniðnar fyrir fólk sem þjáist af ákveðnum meiðslum, sjúkdómum eða öðrum verkjum. Æfingarnar eru ekki hugsaðar fyrir eldra fólk. 

Ef af einhverjum ástæðum þurfi að breyta skipulagi á LIVE tímum fyrir ákveðna viku kemur inn upptaka í staðinn, samdægurs eða seinna. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu vegna ófyrirsjáanlegum töfum á tíma. 

Kaupandi gerir sér grein fyrir að hann eignast ekki æfingarnar heldur hefur aðeins aðgang að þeim á meðan hann er skráður og hefur greitt fyrir aðgang. 

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga kúnna. 

Ath! Ef til lokana kemur vegna sóttvarnaraðgerða verður námskeið sem hafið er klárað við fyrsta tækifæri eða í fjarkennslu (online). Athugið að ekki verður hægt að bæta upp námskeiðstíma með öðrum hætti. 

Skráning á námskeið er bindandi. Ef viðkomandi þarf kemst ekki á námskeið verður í boði að koma á næsta lausa námskeið í staðinn.

 

Verð og tímabil 

Verð á mánuði fyrir áskrift af þjálfun er 5.900. Krafa er send í heimabanka þar til áskrift er sagt upp.  

Binditími áskriftar 

Segja þarf upp áskrift áður en krafa er fallin á eindaga. Ef krafa hefur fallið á eindaga er of seint að segja upp fyrir þann mánuð og tekur uppsögn þá gildi að mánuði liðnum. 

Ógreiddir reikningar sem eru fallnir á eindaga fara í innheimtu hjá Inkasso. 

Árskort 

​Árskort er staðgreitt í einni greiðslu. Árskort eru óendurgreiðanleg. Ef þarf að gera hlé á æfingum vegna tilfallandi aðstæðna má hafa samband við gully@befitpilates.co.uk

Ljúka áskrift 

Til að ljúka áskrift skal senda tölvupóst á netfangið askrift@befitpilates.co.uk og biðja um stöðvun á áskrift. Áskrift er þá stöðvuð um hæl. Ath! Í póstinum þarf að koma fram nafn og kennitala. Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að senda kröfu í heimabanka er hægt að biðja um að láta eyða færslunni og segja upp áskrift um leið. Ath! Ef krafa er fallin á eindaga er of seint að segja upp fyrir þann mánuð og tekur uppsögn þá gildi að mánuði liðnum. 

Endurgreiðsla 

Ekki er hægt að fá endurgreitt vegna þjálfunar sem búið að greiða fyrir.

Skilmálar vegna áskriftarþjónustu

 

Skilmálar námskeiða

Skráning er bindandi og er viðkomandi gert að greiða kröfu í heimabanka. 


Þegar þú skráir þig á námskeið ert þú að kaupa plássið á námskeið en ekki ákveðinn tímafjölda.

Komi til þess að þú nýtir ekki hluta af námskeiði bendum við þér á heimaæfingarnar sem þú fékkst sendar í fyrstu námskeiðsvikunni, aðgengi að facebook hóp og heimasíðu Be Fit Pilates.

Ekki er unnt að bæta upp námskeið með öðrum hætti.

Ef um alvarlegan heilsubrest er að ræða sem veldur því að þú nýtir ekki 50% eða meira af námskeiðstíma er þér velkomið að senda inn læknisvottorð á askrift@befitpilates.co.uk . Hvert slíkt mál er skoðað og metið. Möguleg hámarks inneign vegna veikinda er 50% af verði námskeiðsins. Námskeið eru ekki endurgreidd.

  • Námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.