
Námskeið
Námskeið eru frábær leið til þess að ná árangri. Æfðu með Gullý í björtum sal í Vesturbænum. Sjá hér fyrir neðan hvaða námskeið eru í boði.
Um námskeiðið
Öruggar æfingar á meðgöngu og eftir fæðingu. Skemmtilegt námskeið með lærðum pre- and postnatal þjálfara. Lærum að virkja grindarbotninn rétt, styrkjum magavöðvana með æfingum sem eru "diastsis recti" öruggar. Æfingarnar eru blanda af Barre, Pilates og styrktaræfingum. Áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu, vellíðan, orku og hreyfigetu. Styrkjum alla helstu vöðvahópa, lengjum á líkamanum, bætum líkamsstöðu og sjálfsöryggi.
Tímarnir eru haldnir í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47 í Vesturbæ. Ungabörn velkomin með. Mæta skal með sína eigin dýnu og vatnsbrúsa.
Aðgengi er að búningsherbergi með sturtu.
Innifalið með námskeiði
-
Tvær æfingar á viku í 4 vikur.
-
Aðgangur að öllum æfingamyndböndum á heimasíðu Be Fit Pilates á meðan námskeiði stendur.
-
Markmiðasetning.
-
Eftirfylgni og hvatning.
*Mælt er með að bíða í 6-8 vikur eftir fæðingu með að þjálfun hefjist
*Takmarkaður fjöldi á námskeið
Mom Fit
Fyrir konur á meðgöngu og eftir fæðingu
Hefst
Engin námskeið á döfinni
Tímasetning
Þriðjudaga 10:00-10:50
Fimmtudaga 10:00-10:50
Lengd
4 vikur
Verð
18.900
Staðsetning
Hjarðarhagi 47, Dansverkstæðið, salur 2

Fit Pilates Flow
Hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum
Hefst
Engin námskeið á döfinni
Tímasetning
Mánudaga 17:15-18:05
Miðvikudaga 17:15-18:05
Lengd
4 vikur
Verð
18.900
Staðsetning
Hjarðarhagi 47, Dansverkstæðið, salur 2

Um námskeiðið
Yndislegt en krefjandi Pilates flæði með styrktar- og liðleikaæfingum fyrir allan líkamann. Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu og stjórn þar sem hver og einn fylgir sinni getu til að ná fram gæði æfinganna. Mikið er lagt upp úr því að styrkja core vöðvana sem eru magavöðvar, bakvöðvar, grindarbotnsvöðvar og rassvöðvar. Við munum einangra vöðvahópa til að ná fram bruna og styrkja vöðvana enn betur. Þú mátt búast við betri líkamsstöðu, aukinni hreyfigetu og hamingjusamari líkama og hug.
Tímarnir eru haldnir í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47 í Vesturbæ. Mæta skal með sína eigin dýnu, í þægilegum fötum og vatnsbrúsa.
Aðgengi er að búningsherbergi með sturtu.
Innifalið með námskeiði
-
Tvær æfingar á viku í 4 vikur
-
Aðgangur að öllum æfingamyndböndum á heimasíðu Be Fit Pilates á meðan námskeiði stendur
-
Markmiðasetning
-
Eftirfylgni og hvatning
*Hentar ekki fyrir konur á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu.
*Takmarkaður fjöldi á námskeið